Í höfn á Þórshöfn

Líney Sigurðardótti

Í höfn á Þórshöfn

Kaupa Í körfu

KRÓKABÁTAR máttu aftur hefja veiðar sl. föstudag eftir 2ja vikna hrygningarstopp og Guðjón Gamalíelsson á Pjakknum dreif sig á miðin strax á föstudagsmorgun og lenti í mokfiskiríi. Hann kom að landi síðdegis með kjaftfullan bát, 3,2 tonn, og hélt strax á sjó aftur eftir löndun. Um ellefuleytið um kvöldið kom hann að með 3,3 tonn og var þá búinn að fiska sex og hálft tonn af góðum þorski á hálfum sólarhring en aflinn fer allur á fiskmarkaðinn á Þórshöfn. Nú er hann brostinn á með brælu sem verður næstu daga, samkvæmt veðurspám, svo Guðjón og Pjakkurinn verða að halda sig í landi á meðan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar