Bjarni Hannesson á Garðavelli

Sigurður Elvar Þórólfsson

Bjarni Hannesson á Garðavelli

Kaupa Í körfu

Lífið snýst að mestu um golf hjá Skagamanninum Bjarna Hannessyni "Eftir tíu ár ætla ég að vera framkvæmdastjóri á einhverjum virtum og stórum golfvelli," segir Bjarni Hannesson en hann heldur til Bandaríkjanna á næstu dögum þar sem hann mun dvelja í ár við nám og störf í golfvallafræðum. Bjarni, sem varð nýlega 23 ára gamall, hefur undanfarin þrjú ár stundað nám í golfvallafræðum við Elmwood-háskólann í skoska bænum Cupar, og hefur nú gert samning um að dvelja vestanhafs í ár til þess að fræðast enn frekar um golfvelli og umhirðu þeirra. Bjarni er fæddur og uppalinn á Akranesi og hefur undanfarin 9 sumur unnið á golfvelli Leynismanna á Garðavelli en faðir hans Hannes Þorsteinsson, líffræðingur og golfvallahönnuður, er hugmyndasmiðurinn á bak við skipulag Garðavallar. MYNDATEXTI: Golf er fjölskylduíþrótt hjá Bjarna Hannessyni og hans fólki og nú stefnir hann á frekara nám í golfvallafræðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar