Eldri borgarar í Hrunamannaherppi

Sigurður Sigmundsson

Eldri borgarar í Hrunamannaherppi

Kaupa Í körfu

Félagsstarf eldri borgara er víða um land öflugt og gefandi. Þeir sem eldri eru eiga margar góðar og skemmtilegar samverustundir á sínum efri árum. Svo er einnig í Hrunamannahreppi og kemur fólkið saman í sínu ágæta húsnæði á Flúðum a.m.k. einu sinni í viku yfir vetrartímann, venjulega um þrjátíu manns. Mánaðarlega er einnig opið hús sem kallað er, jafnan er þá fjölmennara og sitthvað á dagskrá. Margskonar föndur er afar vinsælt, einkum meðal kvennanna. Tvær listrænar konur og vel menntaðar annast leiðbeiningar, þær Guðrún Þorsteinsdóttir og Þorbjörg Grímsdóttir. Einnig eru nokkrir sem vinna að bókbandi undir handleiðslu Árna Magnúsar Hannessonar og tekið er í spil. MYNDATEXTI: Arndís Sigurðardóttir, formaður Félags eldri borgara í Hrunamannahreppi, og Þorbjörg Grímsdóttir leiðbeinandi við uppsetningu sýningarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar