Sundlandsliðið

Stefán Stefánsson

Sundlandsliðið

Kaupa Í körfu

SJÖ sundmenn halda í næstu viku til Madrid á Spáni þar sem fram fer Evrópumót í 50 metra laug. Mestur hluti hópsins mun einnig taka þátt í Ólympíuleikunum í ágúst og ætlar að láta til sín taka í Madrid áður en hvíld og lokaundirbúningur hefst fyrir Ólympíuleika. "Fyrsta krafa er að bæta sig og sjáum svo til en ef fólk fer að bæta sig er von á góðu," sagði Steindór Gunnarsson þjálfari þegar liðið var kynnt í gær. MYNDATEXTI: Sundfólkið, sem heldur á Evrópumótið í Madríd, ásamt fulltrúum Visa, sem skrifaði undir styrktarsamning í gær. Fyrir framan sitja Steindór Gunnarsson þjálfari, Jónína Ingvadóttir og Leifur Steinn Elísson frá Visa og Óskar Guðbrandsson frá Sundsambandinu. Fyrir aftan eru Þuríður Einarsdóttir þjálfari, Hlín Ástþórsdóttir fararstjóri, Héðinn Jónasson sjúkraþjálfari, Hjörtur Már Reynisson, Örn Arnarson, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Írís Edda Heimisdóttir. Fjarverandi voru Jakob Jóhann Sveinsson, Anja Ríkey Jakobsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar