Vorgleði í Grundarfirði

Gunnar Kristjánsson

Vorgleði í Grundarfirði

Kaupa Í körfu

MYNDATEXTI: Hópurinn sem stóð að Vorgleðinni í Grundarfirði 17. apríl sl. Áhugahópur tónlistarfólks í Grundarfirði stóð nýlega fyrir tónlistarhátíðinni Vorgleði. Líkt og á fyrri hátíðum var ákveðið þema í gangi í tónlistinni. Að þessu sinni var það Íslenskt, já takk. Tuttugu og tveir söngvarar á aldrinum 19 - 69 ára fluttu vinsæl íslensk dægurlög við undirleik 10 manna hljómsveitar og frábærar undirtektir tónleikagesta. Flutt voru 24 lög og á eftir lék stórhljómsveitin fyrir dansi fram á nótt. Mikill áhugi var fyrir Vorgleðinni og var uppselt á hana fyrirfram. Fyrirhugað er að endurtaka hana á Góðri stund i Grundarfirði sem haldin verður 23.-25. júlí í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar