Göngustafir

Árni Torfason

Göngustafir

Kaupa Í körfu

Tuttugu ára gamall draumur Eyglóar Gísladóttur er nú að verða að veruleika því hún hefur náð að smita systurdóttur sína Eygló Svövu Gunnarsdóttur af sömu bakteríu, lönguninni til að ganga um Norður-Ameríku. Gönguleiðin, sem Eygló eldri heillaðist svo af hér á árum áður kallast The Appalachian Trail og liggur um endilöng Appalachia-fellingafjöllin á austurströnd Bandaríkjanna, frá Georgíu í suðri til Maine í norðri. Leiðin er um 3.470 km löng og liggur um fjórtán fylki Bandaríkjanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar