Margrét Blöndal

Árni Torfason

Margrét Blöndal

Kaupa Í körfu

... Á lipurlega dreginni veggteikningu stingast tær undan dúnsæng, dúnmjúkir ungar stinga sér undan heimagerðu húsi úr gömlu veggfóðri en komast ekki í róluna með blöðrumunnstykkjunum sem hangir hátt fyrir ofan þá. Stór uppblásinn bolti gnæfir einnig yfir ungunum en úti í horni eru tveir gamaldags svartir slöngubútar sem minna á kútana í sundkennslunni í gamla daga. Hvað eigum við að lesa úr þessu? Ég er ekki viss en hrífst af þessari innsetningu engu að síður. Á einhvern hátt tekst Margréti Blöndal að draga upp óreiðukennda mynd sem minnir mig meðal annars á impressionískt málverk, umhverfið sem hún skapar er heimilislegt en "unheimlich" eða ókennilegt um leið, þó er það ekki óhugnanlegt. MYNDATEXTI: Hvað er það við þetta verk Margrétar Blöndal sem minnir á impressionistana og skagamálarana?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar