Kristján Guðmundsson

Jim Smart

Kristján Guðmundsson

Kaupa Í körfu

ÁRIÐ 1972 gaf Kristján Guðmundsson út bókina Punktar sem hugsuð var sem ljóðabók. Þrír punktar í ljóðasafni Halldórs Laxness voru ljósmyndaðir, stækkaðir þúsundfalt og prentaðir, hugsaðir eins og Kristján sagði sjálfur sem ljóðrænar þagnir. Nú hefur Kristján gert aðra kynslóð punktanna, þrjú málverk, 140x120 cm hvert. Þessi síðari kynslóð punkta hefur tekið skrefið úr bókverki yfir í málverk. Í sýningarskrá kallar Kristján verkin ættfræðimálverk og veltir fyrir sér eiginleikum og eðli þessara verka, merkingu þeirra og tengslum við eigin bók og verk Halldórs. MYNDATEXTI: Sogast inn í svarthol, frá sýningu Kristjáns Guðmundssonar í Skugga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar