ÍBV - Valur 24:22.

Árni Torfason

ÍBV - Valur 24:22.

Kaupa Í körfu

Þegar mest á reyndi í þriðju viðureign ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna - í Vestmannaeyjum á laugardaginn, sögðu leikmenn Eyjaliðsins: Lok, lok og læs og allt í stáli. Eyjastúlkur gerðu það svo sannarlega í framlengingu í æsispennandi leik þar sem lokatölur urðu 22:22. Það var Elísa Sigurðardóttir, fyrirliði ÍBV, sem tryggði Eyjastúlkum framlengingu með glæsilegu marki. Í framlengingunni léku Eyjastúlkur, með þær Öllu Gokorian og Birgit Engl, geysilega sterkan varnarleik, sem Valsstúlkur réðu ekkert við. Eyjastúlkurnar skoruðu tvö mörk í framlengingunni - Guðbjörg Guðmannsdóttir skoraði þau bæði, en Valsstúlkur náðu ekki að skora, þannig að það voru Íslandsmeistarar ÍBV sem fögnuðu sætum sigri, 24:22. Myndatexti: Anna Yakova sækir að marki Vals - Elfa B. Hreggviðsdóttir og Anna M. Guðmundsdóttir til varnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar