Genfarsamningar

Kristján Kristjánsson

Genfarsamningar

Kaupa Í körfu

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um Genfarsamningana sem gefnir hafa verið út á íslensku Genfarsamningarnir hafa verið gefnir út á íslensku en að útgáfunni standa utanríkisráðuneytið og Rauði kross Íslands. Fyrsta eintakið var afhent við athöfn við Espihól í Eyjafjarðarsveit í gær. Það var Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sem fékk Þorsteini Gunnarssyni rektor Háskólans á Akureyri fyrsta eintakið, en nýstofnuð Félagsvísinda- og lagadeild háskólans hefur tekið að sér kynningu á samningnum hér á landi. Við deildina er, að sögn Mikaels Karlssonar deildarforseta, m.a. lögð áhersla á kennslu í mannréttindum og mannúðarlögum. MYNDATEXTI: Sagan sögð: Birgir Þórðarson, oddviti í Eyjafjarðarsveit, sagði frá atburðum úr Víga-Glúms sögu á Espihóli. Við hlið hans standa Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarforseti kennaradeildar, og Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar