Nemendur 10. bekkjar og framhaldsdeildar eru að kveðja skólann s

Gunnlaugur Árnason

Nemendur 10. bekkjar og framhaldsdeildar eru að kveðja skólann s

Kaupa Í körfu

Áratuga kennslu við framhaldsdeild í Stykkishólmi er nú lokið. Við Grunnskólann hefur verið starfrækt deild frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Um tíma var boðið upp á tveggja vetra nám og komst nemendafjöldinn þá upp í 42. Ástæðan fyrir þessum kaflaskiptum er að í haust tekur til starfa Framhaldsskóli Snæfellinga í Grundarfirði. Nemendur úr Stykkishólmi sem koma til með að sækja skólann aka þá daglega á milli. Myndatexti: Nemendur 10. bekkjar og framhaldsdeildar eru að kveðja skólann sinn, því framhaldsdeild verður ekki starfrækt lengur í Stykkishólmi. Af því tilefni var farið upp í Grensás, grillaðar pylsur og slegið á létta strengi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar