Brunaviðbrögð æfð í Lyngseli

Morgunblaðið/Reynir Sveinsson

Brunaviðbrögð æfð í Lyngseli

Kaupa Í körfu

Slökkvilið Sandgerðis og Karl Taylor frá Eldvörnum ehf. voru á dögunum með kynningu á brunavörnum í húsnæði Lyngsels sem er skammtímavistun Þroskahjálpar. Eftir fræðslu inni í húsnæðinu fór hópurinn út í norðanvindinn og þar fengu allir starfsmenn tækifæri til að slökkva eld með handslökkvitæki. Karl Taylor kenndi meðal annars Sigrúnu Sigurðardóttur réttu handtökin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar