Leikskólabörn

Kristján Kristjánsson

Leikskólabörn

Kaupa Í körfu

ÞAÐ ríkti sannkölluð hátíðarstemmning í KA-heimilinu þegar börn og starfsfólk á leikskólunum Krógabóli, Síðuseli og Sunnubóli héldu uppskeruhátíð vegna loka þróunarverkefnisins "Lífsleikni í leikskóla". Foreldrar barnanna, systkini og fleiri fjölmenntu einnig í KA-heimilið og tóku þátt í hátíðinni. Hljómsveit skipuð foreldrum og nokkrum börnum frumfluttu lífsleiknilagið "Ferðalagið" en nauðsynlegt þótti að leikskólarnir eignuðust sitt eigið lag í kjölfar lífsleiknikennslunnar. Efnt var til samkeppni meðal foreldra og starfsmanna um lag og texta og vann Arnór Vilbergsson, foreldri í einum leikskólanna þriggja, samkeppnina. MYNDATEXTI: Hver árgangur í leikskólunum þremur tók lagið í KA-heimilinu og hjá 2001-árganginum varð lagið "Við klöppum öll í einu" fyrir valinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar