Ágúst Sigurðsson

Jón Sigurðsson

Ágúst Sigurðsson

Kaupa Í körfu

Norðurós, Kolka og Rípill umsvifamikil í aukaafurðunum ÞRJÚ fyrirtæki á Norðurlandi vinna nú að framleiðslu afurða úr afskurði, hryggjum og fleiru, eru að breyta úrgangi, sem til skamms tíma var hent, í verðmætar afurðir. Framleiðslan er alls á annað þúsund tonn á ári og veltan um hálfur milljarður króna, en starfsmenn eru 45. Svo stöðug eru aðföngin að það fellur ekki úr vinnu einn einasti dagur á ári vegna hráefnisskorts. Þetta eru fyrirtækin Norðurós á Blönduósi, Kolka, fiskvinnsla á Hofsósi og Rípill á Ólafsfirði. Þau eru í eigu sömu aðila og rekin sem sjálfstæðar einingar en í náinni samvinnu hvert við annað. Ágúst V. Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjanna þriggja, segir að framleiðslan byggist aðallega á vinnslu á söltuðum, útvötnuðum marningi, roð- og beinlausum saltfiskbitum, frystum flökum, pækilsöltuðum flökum og harðfiski. Þeir þurrka líka hausa fyrir Nígeríu og salta og þurrka ufsa fyrir kaupendur í Karabíska hafinu. MYNDATEXTI: Ágúst Sigurðsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar