Marc-André Hamelin

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Marc-André Hamelin

Kaupa Í körfu

"ÉG ER þó að minnsta kosti búinn að útvega mér föt til að spila í," sagði kanadíski píanóleikarinn Marc-André Hamelin hlæjandi, þegar hann kom á æfingu í Háskólabíói í gær, klukkustund síðar en áætlað var. Farangur hann týndist á leið hans til landsins í gærmorgun, og varð það fyrsta verkefni starfsmanns Listahátíðar að fylgja píanóleikaranum í fataverslun, þar sem hann var helst til léttklæddur fyrir íslenskt vorregn og vantaði auk þess tónleikafatnað. "Ég hef engar áhyggjur af þessu lengur. Til allrar hamingju gjörþekki ég verkin á efnisskránni og hef spilað þau margoft, þannig að það er mun auðveldara að takast á við svona uppákomu auk flugþreytunnar en hefði ég verið með verk sem ég hef ekki spilað áður. Ég er alveg rólegur yfir þessu." MYNDATEXTI: Marc-André Hamelin ætlar að fá sér göngutúra um bæinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar