Unglingar í Hafnarfirði

Ásdís Ásgeirsdóttir

Unglingar í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

Hafnarfjörður | Í gær var haldið unglingaþing í íþróttahúsinu Álfafelli í Hafnarfirði undir heitinu "Unglingabylting 2004". Á þingið komu hundrað og tíu "þingmenn" úr öllum skólum bæjarins og var þar rætt um málefni sem brenna á hafnfirskum unglingum. Unga fólkið setti á þinginu fram fjölda tillagna til að bæta það starf sem unnið er fyrir það, en þingið fór fram undir handleiðslu starfsmanna félagsmiðstöðva og lýðræðis og jafnréttisfulltrúa, sem leiðbeindu unga fólkinu í umræðum og starfi, en leyfðu þó hugmyndum unga fólksins að njóta sín að fullu MYNDATEXTI: Ungir þingmenn: Unglingarnir hafnfirsku nutu þess vel að geta sett fram sínar eigin hugmyndir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar