Alþingi 2004

Árni Torfason

Alþingi 2004

Kaupa Í körfu

Formenn Samfylkingar og Frjálslynda flokks gagnrýna forsætisráðherra ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, og Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, átöldu við upphaf þingfundar á Alþingi í gær ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, um forseta Íslands, í Sjónvarpinu kvöldið áður. Forsætisráðherra var ekki í þingsalnum til andsvara þegar þessar umræður fóru fram. Össur sagði að Davíð hefði talað með slíkum hætti að það væri til vansa fyrir þingið. Sagði hann að Davíð væri sæmst að biðja forsetann afsökunar. Guðjón sagði ummæli Davíðs óviðurkvæmileg og beindi því til forystumanna ríkisstjórnarinnar að gæta hófsemi í því sem þeir létu sér um munn fara. MYNDATEXTI: Hjálmar Árnason og Magnús Þór Hafsteinsson bera saman bækur sínar á Alþingi í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar