Viðey listaverk Richard Serra

Þorkell Þorkelsson

Viðey listaverk Richard Serra

Kaupa Í körfu

ÞÓNOKKUR hópur erlendra ferðamanna kemur sérstaklega til landsins til þess að skoða verk bandaríska listamannsins Richard Serra í Viðey, Áfanga. Að mati Ragnars Sigurjónssonar, ráðsmanns í Viðey, koma hingað um það bil fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn í þessum erindum á ári hverju. Pétur Arason listaverkasafnari segir að það megi fullyrða að flugvélarfarmur af erlendum ferðamönnum hafi komið til að skoða verkið síðan það var vígt árið 1990. "Einkum eru þetta Ameríkanar sem koma en ég man til dæmis eftir því að fyrir nokkrum árum bauð bandarískur auðjöfur allri stjórn Museum of Modern Art (MoMA) í New York hingað að skoða verkið. Að margra mati er þetta eitt besta verk Serra."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar