Brynhildur Þórðardóttir

Brynhildur Þórðardóttir

Kaupa Í körfu

Hugmyndin að baki minnar fatalínu hefur breyst mjög á hönnunarferlinu. Þetta er búið að fara í gegnum hin ýmsu þroskastig, en það sem eftir stendur af hugmyndavinnunni er plöntuhugmyndin í bland við sportlegan mótorhjólaklæðnað," segir Brynhildur. "Ég vinn út frá ljósmyndum af plöntum sem þýski ljósmyndarinn Karl Blomfeldt tók á árunum milli 1940 og 1950. Svo tók ég klæðnað sem mótorhjólakappar keppa gjarnan í og tvinnaði þetta tvennt saman. Ég vildi líka hafa þetta kvenlegt því ég skrifaði BA-ritgerðina mína um íslensku kvenbúningana. Ég ætlaði upphaflega að tengja fatalínuna mína betur við viðfangsefni ritgerðarinnar, en þessi fatalína er nú orðin talsvert langt frá gömlu íslensku kvenbúningunum. Það er yfirleitt með svona hönnunarvinnu að hún byrjar í ákveðnum pælingum en svo vindur hún upp á sig og þróast síðan í allar áttir."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar