Íslandsmeistarar í línudansi
Kaupa Í körfu
Krakkar úr Grunnskóla Grindavíkur sigruðu í línudansi á Íslandsmótinu Krakkar úr 4. bekk Á í Grunnskóla Grindavíkur sigruðu í línudansi á Íslandsmeistaramótinu í dansi sem fram fór í Laugardalshöll á dögunum. Þátttaka nemendanna kemur í framhaldi af atriði sem þau sýndu á árshátíð skólans og var þeim boðið að taka þátt í slagnum um Íslandsmeistaratitilinn í línudansi 9. til 12. ára. Keppnin í línudansi hefur aldrei verið jafn fjölmenn og í ár. Krakkarnir eru aðeins tíu ára og ættu því að geta stefnt að sigri í þessum flokki næstu árin. Harpa Pálsdóttir danskennari sá um dansæfingarnar. Ásrún Kristinsdóttir, umsjónarkennari í bekknum, var í skýjunum þegar sigurinn var í höfn: "Vonandi á þessi góði árangur eftir að verða hvatning fyrir börn til frekari dansiðkunar, í Grindavík alla vegana. Krakkarnir stóðu sig frábærlega vel, innan vallar sem utan, og voru skóla sínum og sjálfum sér til mikils sóma," sagði hún. MYNDATEXTI: Íslandsmeistarar: Krakkarnir í fjórða bekk Á í Grunnskóla Grindavíkur sigruðu í línudanskeppninni. Þau eru hér með umsjónarkennara sínum, Ásrúnu Kristinsdóttur.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir