Upplestur í Borgarleikhúsinu

Þorkell Þorkelsson

Upplestur í Borgarleikhúsinu

Kaupa Í körfu

FYRRI hluti dagskrárinnar Hraðlestin París - Brussel hófst í Borgarleikhúsinu í gær með lestri leikritanna Eva, Gloria, Lea eftir hinn belgíska Jean-Marie Piemme í þýðingu Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur og Agnes eftir franska leikskáldið Catherine Anne í þýðingu Sigurðar Pálssonar. Í dag kl. 17 á Nýja sviðinu verða svo lesin verkin Boðun Benoît eftir Belgann Jean Louvet í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar og Frú Ká eftir franska leikskáldið Noëlle Renaude í þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur. Leikstjórn er í höndum Kristínar Jóhannesdóttur, Sigrúnar Eddu Björnsdóttur, Péturs Einarssonar og Steinunnar Knútsdóttur, og það eru leikarar Borgarleikhússins og nemendur leiklistardeildar Listaháskólans sem lesa. Það er franska leikfélagið La Barraca sem stendur fyrir verkefninu, í samvinnu við Borgarleikhúsið, Listahátíð í Reykjavík og leiklistardeild Listaháskóla Íslands. MYNDATEXTI: Lesið úr Eva, Gloria, Lea eftir hinn belgíska Jean-Marie Piemme.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar