Kristín Gestsdóttir og páskaliljurnar

Árni Torfason

Kristín Gestsdóttir og páskaliljurnar

Kaupa Í körfu

VEÐRIÐ í gærdag var kjörið til garðvinnu, og þeir sem áttu lausa stund frá vinnu eða öðrum skyldum gátu komið garðinum í samt lag fyrir sumarið. Hún Kristín Gestsdóttir var í óða önn við að fjarlægja fífil úr fögru beði páskalilja þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði. "Ég er ánægð með beðin, en verst er hvað það rignir mikið meðan grasið er enn óslegið. Það hefur vaxið svo mikið að það verður að fara að slá," sagði hún. MYNDATEXTI: Kristín Gestsdóttir aðgætir páskaliljubeðið í garði sínum í Vesturbænum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar