Sparkvellir

Árni Torfason

Sparkvellir

Kaupa Í körfu

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur ákveðið að úthluta sextíu sparkvöllum til 48 sveitarfélaga víðs vegar um landið. Að sögn Eggerts Magnússonar, formanns KSÍ, náðust mjög góðir samningar um lagningu gervigrass og gert er ráð fyrir að leggja vellina í sumar og á næsta ári. "Knattspyrnusambandið mun útvega og leggja fyrsta flokks gervigras á alla vellina, sveitarfélögunum að kostnaðarlausu," segir Eggert. Myndatexti: Frá sparkvelli við Réttarholtsskóla. KSÍ vonast til þess að geta síðar komið til móts við öll sveitarfélög sem vilja sparkvelli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar