Michael Alain Richardson,

Ragnar Axelsson

Michael Alain Richardson,

Kaupa Í körfu

Michael Richardson hélt námskeið fyrir starfsmenn sveitarfélaga SVEITARFÉLÖG og opinberar stofnanir verða stanslaust að vinna að því að bæta þjónustuna, því starfsemi þeirra snýst ekki eingöngu um að innheimta skatt af borgurunum og veita þeim þjónustu, heldur að bæta samfélagið og líf borgaranna. Þetta segir Michael Alain Richardson, sem til margra ára gegndi stöðu borgarframkvæmdastjóra í Christchurch á Nýja-Sjálandi sem er talin með best reknu borgum heims, og sem hélt námskeið á dögunum fyrir opinbera starfsmenn um hvernig þeir geti bætt þjónustuna. Námskeiðið, sem 28 embættismenn sátu, flestir þeirra frá Reykjavíkurborg, fjallaði um mikilvægi þess að byggja upp sterka menningu í opinberum rekstri. Með menningu á Richardson við þau gildi sem hafa áhrif á hvernig fólk hagar sér á vinnustað og hvernig það á samskipti við aðra. MYNDATEXTI: Opinberi geirinn snýst ekki eingöngu um að innheimta skatt af borgurunum og veita þeim þjónustu, heldur um að bæta líf allra í samfélaginu og gera það frábært," segir Richardson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar