Ferð í sveitina
Kaupa Í körfu
HEFÐ hefur skapast í leikskólanum Garðaseli að fara árlega í svokallaða lambaferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Markmiðið með ferðinni er að gefa yngri börnum kost á að komast í snertingu við dýrin í sveitinni og upplifa hvað sveitin hefur upp á að bjóða. Ekki eru eingöngu kindur að Bjarteyjarsandi því þarna eru hestar, hænur, kisur, kanínur og ekki má gleyma honum Tý, hundinum, sem stundum spilar fótbolta við gesti ef þannig stendur á. Öll börnin heimsóttu fjárhúsin undir leiðsögn Kolbrúnar Ríkeyjar Carter. Börnunum er uppálagt að ganga um fjárhúsin með ró og sýna þannig dýrunum virðingu. Kolbrún sá síðan um að allir fengju að halda á lambi, klappa þeim eða strjúka. MYNDATEXTI: Arna Berg Steinarsdóttir var stolt er hún hélt á lambi í fjárhúsinu á Bjarteyjarsandi
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir