Agla Bettý Andrésdóttir

Atli Vigfússon

Agla Bettý Andrésdóttir

Kaupa Í körfu

Laxamýri | Vorþema hefur staðið yfir í Hafralækjarskóla í Aðaldal en þá fá nemendur að kynnast hinum ýmsu störfum á bæjunum í nágrenninu. Þessi árlega tilbreyting hefur mælst mjög vel fyrir enda margt áhugavert að gerast í sveitunum þegar líður á maímánuð. Agla Bettý Andrésdóttir, sem býr í Laxárvirkjun, var ein af þeim sem voru himinsæl með þessa daga, en hún fór á tvo bæi og kynntist m.a. girðingarvinnu, sem henni fannst verulega skemmtilegt verk og góð útivist. Agla flutti í Aðaldal sl. haust og segist hún vera mjög ánægð í skólanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar