Formaco

Þorkell Þorkelsson

Formaco

Kaupa Í körfu

BYGGINGAVÖRUR - Formaco ehf. veitir fyrirtækjum í byggingariðnaði þjónustu af ýmsu tagi. Ragnar Jóhannsson framkvæmdastjóri sagði Grétari Júníusi Guðmundssyni m.a. að það hefði færst í vöxt að byggingafyrirtæki tækju byggingavörur á leigu frekar en að kaupa þær. Formaco keypti nýlega allan rekstur fyrirtækjanna Idex ehf. í Reykjavík og Idex A/S í Danmörku. Ragnar Jóhannsson segir að markmið Formaco með kaupunum sé að auka vöruúrval fyrirtækisins og veita viðskiptavinum þess enn betri og fjölbreyttari þjónustu en til þessa. Idex bjóði upp á mikið úrval af byggingavörum og hafi sérstaklega sérhæft sig í sölu á gluggum og hurðum. Hann segir að Formaco og Idex starfi að mestu leyti á sama markaði og veiti mjög áþekka þjónustu. Velta Formaco muni tvöfaldast með þessari viðbót og fyrirtækið muni því eflast til muna. Það komi sér vel því eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem Formaco veitir fari stöðugt vaxandi. Það eigi jafnt við um þær vörur sem Formaco flytur inn og selur sem og vörur sem fyrirtækið leigir út. MYNDATEXTI: Eigendurnir Hjónin Helga Margrét Jóhannsdóttir og Ragnar Jóhannsson stofnuðu Formaco á árinu 1997. Nú eru starfsmennirnir þrettán og fer fjölgandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar