Eflir almannatengsl

©Sverrir Vilhelmsson

Eflir almannatengsl

Kaupa Í körfu

ALMANNATENGSL - Eflir almannatengsl á hugmyndina að baki fyrirtækjanöfnum og slagorðum, sem allir þekkja. Jón Þorvaldsson eigandi Eflis sagði Ólafi Þ. Stephensen að hlutverk fyrirtækisins væri að hjálpa viðskiptavinunum að breyta flóknum upplýsingum í hnitmiðuð skilaboð. Eflir almannatengsl er þekkingarfyrirtæki á sviði markaðssamskipta, stofnað fyrir sjö árum, og þjónar mörgum af öflugustu fyrirtækjum landsins, en í viðskiptavinahópnum eru m.a. Norðurál, Össur, Jarðboranir, Olíufélagið, Eimskip, Mata/Matfugl og PharmaNor. Innsta kjarna Eflis almannatengsla mynda systkinin Steinunn Þorvaldsdóttir og eigandi fyrirtækisins, Jón Þorvaldsson. Jón segir þjónustuhóp Eflis hins vegar samanstanda af sjö sérfræðingum í markaðssetningu, textagerð, boðmiðlun og ímyndarsmíð, sem sumir hverjir starfa sem verktakar við einstök verkefni. Eflir flutti nýverið aðsetur sitt í ný húsakynni á Skúlagötu 21. MYNDATEXTI: Glöggskyggn Systkinin Steinunn Þorvaldsdóttir og Jón Þorvaldsson starfa við að draga fram sjarma viðskiptavinarins og vöru hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar