Þórunn Sigurðardóttir
Kaupa Í körfu
Þórunn Sigurðardóttir hefur nýlega verið endurráðin listrænn stjórnandi Listahátíðar til fjögurra ára. Haraldur Johannessen bregður upp svipmynd af Þórunni og ræðir við hana um tengsl atvinnulífs og menningar. Listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Þórunn Sigurðardóttir, segir að vatnaskil hafi orðið í samstarfi atvinnulífsins og menningarlífsins í tengslum við verkefnið Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Þórunn stýrði því verkefni og hún hafði áður stýrt Listahátíðinni á árunum 1996-1998, en frá árinu 2000 hefur hún verið listrænn stjórnandi Listahátíðar. Hún var nýlega endurráðin í það starf til næstu fjögurra ára. Þórunnar er gift Stefáni Baldurssyni, Þjóðleikhússtjóra, og á börnin Unni Ösp, leikkonu og leikstjóra, og Baldur Stefánsson, sem starfar hjá fyrirtækjadeild Landsbankans. Þórunn segir að vegna menningarborgarverkefnisins hafi menn úr atvinnulífinu verið fengnir í fjármálaráð og sett hafi verið upp nýtt módel af samstarfi við atvinnulífið sem haldið hafi áfram í tengslum við Listahátíðina. Það sem hafi ýtt undir þá breytingu sem orðið hafi árið 2000 hafi verið sú staðreynd að þær átta erlendu borgir sem einnig voru menningarborgir Evrópu hafi verið með slíkt samstarf við atvinnulífið og menn hafi séð að nauðsynlegt væri að gera svipaða hluti hér á landi. MYNDATEXTI: Drífandi Þórunn Sigurðardóttir þykir drífandi og ekki feimin við ákvarðanir. Hún segist telja það skyldu sína að veita skýr svör og klára mál.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir