Ljósmyndasafn Reykjavíkur

©Sverrir Vilhelmsson

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

.... Finnar hafa á síðustu árum gert sig breiða á myndlistarsviðinu og þaðan hafa streymt margir fyrirtaks listamenn. Mest áberandi upp á síðkastið hafa verið myndlistarmenn sem nota ljósmyndina sem miðil og/eða myndbandið. Margir hafa skipað sér framarlega í hópi helstu ungu listamanna í heiminum í dag og nægir þar að nefna Elinu Brotherus, Elja Liisa Ahtila og Esko Mannikko. Elina Brotherus er líklega kunnust þessara þriggja hér á landi, en hún hefur sýnt verk sín á einkasýningu í galleríi i8 og á samnorrænu málverkasýningunni Carnegie Art Awards. Á sýningunni Nýir veruleikar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fáum við loksins fleiri sýnishorn af þessari finnsku nýbylgju. Sá samnefnari sem finna má með verkunum á sýningunni og í raun almennt með finnskri listsköpun, er ákveðin tegund depurðar, einhver skringilegheit og drungi með smá trúarlegum undirtóni og dálítilli skvettu af hjátrú

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar