Sumarsíld

Líney Sigurðardóttir

Sumarsíld

Kaupa Í körfu

Fyrsta síld sumarsins barst á land á Þórshöfn síðastliðinn föstudag en þrjú skip lönduðu þá sama daginn samtals rúmum 2.000 tonnum. Júpíter landaði fyrstur og tvö dönsk skip þar á eftir en allur aflinn fór í bræðslu. Síldin veiddist norðaustur af Smugunni og er að sögn starfsmanna í verksmiðjunni þokkalega góð og svo til átulaus. Von er á fleiri skipum næstu daga svo vinnutörn er framundan í bræðslunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar