Veiðimenn í Norðurá á opnunardag

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Veiðimenn í Norðurá á opnunardag

Kaupa Í körfu

FYRSTA laxi sumarsins var landað við Brotið í Norðurá, rétt rúmum hálftíma eftir að veiði hófst í gærmorgun. Fiskinn, sem var um 13 punda þung og 89 cm löng hrygna, veiddi Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, en stjórn félagsins hóf veiðarnar í ánni. Laxinum var sleppt aftur í ána. MYNDATEXTI: Bjarni Ómar Ragnarsson tekst á við vænan lax, þann fyrsta sem tók á laxveiðitímabilinu, um tíu mínútum eftir að veiðin hófst. Laxinn stökk tignarlega og var síðan laus. Skömmu síðar setti Bjarni í annan lax og landaði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar