Sólúr við Myllubakkaskóla

Helgi Bjarnason

Sólúr við Myllubakkaskóla

Kaupa Í körfu

Sólúrið við Myllubakkaskóla í Keflavík er þegar orðið vinsæll áningarstaður einstaklinga og hópa sem ganga um Reykjanesbæ. Þegar blaðamann bar að garði voru þar til dæmis börn úr 4. bekk Heiðarskóla í fylgd kennara sem sýndi þeim hvernig úrið virkaði. Sólúrið á lóð Myllubakkaskóla var afhjúpað síðastliðinn laugardag. Það er gjöf nemenda Barnaskóla Keflavíkur sem fæddir eru árið 1950, í tilefni af fjörutíu ára fermingarafmæli hópsins. Sólúrið er tileinkað minningu Vilhjálms Ketilssonar, fyrrverandi skólastjóra Myllubakkaskóla, sem lést á síðasta ári og annarra úr fermingarhópnum sem fallnir eru frá. MYNDATEXTI: MYNDATEXTI: Sólúr: Hvað skyldi klukkan vera? Stúlkan stendur á júní og myndi sjá hvað tímanum liði ef bjartara væri yfir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar