Sundmót

Stefán Stefánsson

Sundmót

Kaupa Í körfu

SUND og meira sund var málið í Keflavík í síðustu viku þegar ÍRB hélt sitt árlega Sparisjóðsmót fyrir 12 ára og yngri í sundlauginni í Keflavík. Nóg var um að vera, keppt var í 37 greinum og riðlum auk boðsunds en eins og venjulega er líka gaman að hitta jafnaldra víða að. Boðsundið rak endahnútinn á mótið og var mikið fjör, hvort sem var í lauginni eða á bakkanum því þar hvatti hver sem betur gat. MYNDATEXTI: Þótt það sé gaman að synda þurfti smáátak að sleppa teppinu og stíga út úr upphitunartjaldinu upp á stökkpallinn í rigningu og roki. Hér hafa nokkrar sundprinsessur hreiðrað um sig í tjaldinu þar sem keppendur gátu hlýjað sér.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar