Aðalmeðferð í Landssímamálinu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Aðalmeðferð í Landssímamálinu

Kaupa Í körfu

Aðalmeðferð í Landssímamálinu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær Aðalmeðferð í Landssímamálinu hélt áfram í gær, vitni voru leidd fyrir dóminn og málflutningur fór fram. Málið var dómtekið í gærkvöldi og verður dómur kveðinn upp 23. júní. ÁKÆRUVALDIÐ krafðist þess í málflutningi sínum að allir fimm aðilarnir sem ákærðir eru verði dæmdir til refsingar, en verjendur krefjast ýmist sýknu eða því að refsing verði milduð eins og hægt er. Ákærðu eru Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalfjárhirðir Landssíma Íslands, Kristján Ra. Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon, sem ráku Íslenska sjónvarpsfélagið, auk tveggja fyrrum starfsmanna Sveinbjarnar. MYNDATEXTI: Fulltrúar ákæruvaldsins, Steinar Dagur Adolfsson, Jón H. Snorrason og Róbert Bjarnason, á tali við Brynjar Níelsson, verjanda eins sakborningsins, í upphafi aðalmeðferðar málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar