Rusladagurinn

Sigurður Sigmundsson

Rusladagurinn

Kaupa Í körfu

Hrunamannahreppur | Um langt árabil hefur verið haldinn á vorin svokallaður rusladagur í Hrunamannahreppi. Sveitarstjórn skipar nokkurs konar ruslamálaráðherra sem sér um stjórn á verkefninu og var að þessu sinni Örn Einarsson. Íbúar og fyrirtæki eiga að vera búin að taka til á sínu umráðasvæði fyrir daginn. Síðdegis á föstudaginn voru síðan hendur látnar standa fram úr ermum en þar eru einkum börn og unglingar sem eru hvað athafnasömust. Krakkarnir voru að þessu sinni fleiri en endranær eða um 90 talsins. Fullorðnir stjórnuðu ýmsum ökutækjum sem drógu vagna. Eftir snarpa atlögu að ruslinu var borinn eldur að og öllum boðið uppá prins poló og gosdrykki

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar