Tryggvi Gunnarsson

Tryggvi Gunnarsson

Kaupa Í körfu

Umboðsmaður Alþingis er nýkominn í bæinn austan úr sveitum. Hann segist illa þola þrengslin í sumarbústöðum en besta leiðin til að fá frið, hvort heldur er til að hvílast frá embættiserlinum eða koma brýnum viðfangsefnum í verk, sé að fara burt úr borginni; þess vegna festi hann kaup á jörð í Holtunum, skammt frá Hellu, þar sem hann getur m.a. iðkað það stóra áhugamál sitt allt frá barnæsku, sem er hestamennska, og svo skógrækt sem hann fæst við með fjölskyldu sinni...................... Umboðsmaður Alþingis er annars með skrifstofu í Álftamýri 7, þar sem hann og starfslið hans, 8-10 manns, sinna því meginverkefni embættisins að gæta hagsmuna borgaranna gagnvart stjórnsýslunni í landinu, bæði ríkis og sveitarfélaga, og hafa eftirlit með henni með tilliti til jafnræðis og að hún starfi í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti MYNDATEXTI: Tryggvi Gunnarsson ásamt samstarfsmönnum sínum, f.v. Kjartan Bjarni Björgvinsson, Elín Blöndal, Sigríður Norðmann, Ingibjörg Þóra Sigurjónsdóttir, Daníel Isebarn Ágústsson, Ágúst Geir Ágústsson, Arnar Þór Stefánsson, Róbert Ragnar Spanó, Aagot Vigdís Óskarsdóttir og Ásmundur Helgason.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar