Bónus styrkir kanttspyrnu

Sigurður Jónsson

Bónus styrkir kanttspyrnu

Kaupa Í körfu

Knattspyrnufélag Árborgar á Selfossi og Bónus hafa gert með sér styrktarsamning, þess efnis að Bónus mun styðja fjárhagslega við starfsemi félagsins. Þetta er þriðja árið í röð sem Bónus er aðalstyrktaraðili Knattspyrnufélags Árborgar og hefur samstarfið í þessi ár tekist mjög vel. "Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa slíkan bakhjarl sem Bónus er og yfirmenn í fyrirtækinu hafa sýnt félaginu mikinn áhuga sem er mikill kostur í samstarfi sem þessu. Kann Knattspyrnufélag Árborgar Bónus hinar bestu þakkir fyrir samstarfið og vonar að það verði sem lengst og best," sagði Helgi Valberg Jensson, framkvæmdastjóri félagsins. MYNDATEXTI: Leikmenn á myndinni eru: F.v.: Theódór Guðmundsson í hvítum varabúningi liðsins og Jóhann Bjarnason fyrirliði í dökkbláum aðalbúningi. Fyrir framan sitja svo Helgi Valberg Jensson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Árborgar, og Jóhannes Jónsson, forstjóri Bónuss.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar