Ísland - Ítalía 37:25

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Ísland - Ítalía 37:25

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik hélt uppi heiðri Íslands á íþróttasviðinu þegar það lagði Ítali með tólf marka mun, 37:25, í síðari leik þjóðanna í undankeppni HM í Kaplakrika í gærkvöld. Þar með verða Íslendingar þátttakendur á heimsmeistaramótinu í Túnis á næsta ári sem verður sjöunda stórmótið í röð sem Ísland leikur á. MYNDATEXTI: Guðjón Valur Sigurðsson var atkvæðamestur íslensku leikmannanna í leiknum í gær, skoraði ellefu mörk og er eitt þeirra hér í uppsiglingu. Alls gerði Guðjón 20 mörk í leikjunum tveimur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar