Halldór Þorvaldsson og Hörður Arnórsson

Hafþór Hreiðarsson

Halldór Þorvaldsson og Hörður Arnórsson

Kaupa Í körfu

Hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins fóru fram með hefðbundnum hætti á Húsavík og lauk að venju með því að sjómenn voru heiðraðir í tilefni dagsins. Að þessu sinni voru tveir sjómenn heiðraðir, þeir Halldór Þorvaldsson og Hörður Arnórsson, og fór athöfnin fram í kaffifagnaði slysavarnadeildar kvenna. Stefán Stefánsson, formaður sjómannadagsráðs, sá um orðuveitingarnar en Bjarni Aðalgeirsson útgerðarmaður rakti sjómennskuferil þeirra Harðar og Halldórs. MYNDATEXTI: Halldór Þorvaldsson (t.v.) og Hörður Arnórsson voru heiðraðir á sjómannadeginum á Húsavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar