Á Langasandi

Einar Falur Ingólfsson

Á Langasandi

Kaupa Í körfu

LANGISANDUR á Akranesi gefur bestu erlendu sólarströndunum ekkert eftir þegar veðrið er jafngott og verið hefur í vikunni. Þetta kunna krakkarnir á Skaganum vel að meta og skunda oft þangað í leik. Arnór og Haukur voru að skola af sér í laug eða lóni sem þeir höfðu sjálfir búið til en auk mannvirkjaframkvæmda stunduðu þeir útræði frá sandinum á uppblásinni fleytu. Þeir félagar sögðust fegnir að vera búnir með skólann og geta verið á Sandinum en þegar spurt var hvað annað þeir ætluðu að gera í sumar kom eitt samhljóða svar: fótbolti. Þeir eru í 5. flokki á fyrra ári og báðir í liðinu, annar frammi en hinn á miðjunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar