Við höfnina í Roskilde

Við höfnina í Roskilde

Kaupa Í körfu

Víkingaskip í smíðum *Staðurinn | Hróarskelda Helgina 4. og 5. september verður mikið um dýrðir á víkingahátíð í Hróarskeldu í Danmörku. Hápunktur hátíðarinnar verður þegar stærsta langskipi heims, tæplega 30 metra að lengd verður hleypt af stokkunum frá nausti Víkingaskipasafnsins. Þegar smíði skipsins lýkur í haust er áætlað að það hafi tekið um 24.000 vinnustundir síðastliðin 4 ár og notað hafi verið timbur úr 14 metersþykkum eikartrjám. Að undanförnu hafa átta smiðir starfað við gerð skipsins. MYNDATEXTI: Bátamenning: Við höfnina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar