Helgafellskirkja 100 ára

Gunnlaugur Árnason

Helgafellskirkja 100 ára

Kaupa Í körfu

ÞESS var minnst í gær að 100 ár eru liðin frá því að núverandi Helgafellskirkja var vígð. Hátíðarmessa var í Helgafellskirkju þar sem biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, prédikaði. Sóknarpresturinn, Gunnar Eiríkur Hauksson, og fyrrverandi sóknarprestar, Gísli Kolbeins og Guðni Þór Ólafsson, þjónuðu við messuna. MYNDATEXTI: Margir kirkjunnar þjónar tóku þátt í hátíðarmessunni á Helgafelli á sunnudaginn: Á myndinni eru prestarnir og sóknarnefnd: Hjörtur Hinriksson, Helgafelli, Gísli Kolbeins, fyrrv. sóknarprestur, Óskar Óskarsson, Ólafsvík, Guðjón Skarphéðinsson, Staðarstað, Karl Sigurbjörnsson, Gunnar Eiríkur Hauksson sóknarprestur, Elínborg Sturludóttir, Grundarfirði, Guðni Þór Ólafsson, fyrrv. sóknarprestur, og Jóhannes Eyberg Ragnarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar