Heilsuverndarstöðin

Gísli Sigurðsson

Heilsuverndarstöðin

Kaupa Í körfu

Á RÖLTI um Þingholtin og svæðið austur að Snorrabraut er margt að sjá og sumt er sögulega merkilegt. Það er áhugavert að á þessu svæði eru byggingar sem bera vott um nýjar hræringar á sínum tíma og eru góðar hver með sínum hætti, svo sem Austurbæjarskólinn, Landspítalinn, Sundhöllin og síðast en ekki sízt Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg, sem er yngri bygging en hinar. Þegar lokið var smíði Heilsuverndarstöðvarinnar árið 1955 mátti segja að kjark hafi þurft til að synda svo ákveðið á móti straumi sem þar var gert. Á þeim tíma var módernisminn boðorð dagsins; stefnan var einfaldleiki í anda Mies van der Rohe og sá einfaldleiki varð stundum að einhverskonar meinlætum. En við byggingu Heilsuverndarstöðvarinnar voru hin heilögu boðorð brotin hvert á fætur öðru; gluggarnir misstórir, inngangur á tveim stöðum eftir brúm sem stóðu á súlum og turnspíra uppúr þakinu. Mismunandi gluggagerðir miðuðust þó fyrst og fremst við ólíkar vistarverur innan dyra, en sumt er hreinlega gert til skrauts, fyrir augað, og það gekk í berhögg við tízku tímans. Húsið er að utanverðu húðað með blöndu af íslenzku silfurbergi og kvörnuðum marmara frá Þýzkalandi og þessi áferð og liturinn sem henni fylgir, hefur mér alltaf þótt til prýði

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar