Beitukóngur

Gunnlaugur Árnason

Beitukóngur

Kaupa Í körfu

BEITUKÓNGSVEIÐAR eru að hefjast frá Stykkishólmi eftir tveggja ára hlé. Gerðir verða út þrír bátar á veiðarnar; Egill Guðmundsson, Fjóla og Þorskur. Alls eru lagðar 8.000 gildrur sem skiptast jafnt á milli bátanna. Sjómenn eru þessa dagana í óðaönn að setja gildrurnar í sjó, en það tekur nokkra daga, því að fjöldinn er slíkur. Vitjað er um gildrurnar á þriggja daga fresti svo að hver bátur vitjar um 850 gildrur daglega. MYNDATEXTI: Undirbúa beitukóngsveiðar. Sólbjört Gestsdóttir, Oddur Oddsson og Bergdís Gestsdóttir láta beituboxin í gildrurnar. Í beituboxunum er hakkaður fiskúrgangur sem lokkar beitukónginn í gildrurnar með freistandi lykt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar