Skútufólk á Þórshöfn

Líney Sigurðardóttir

Skútufólk á Þórshöfn

Kaupa Í körfu

Ungir Tékkar höfðu viðdvöl á Þórshöfn í nokkra daga en þau lögðu upp í langferð fyrir rúmum mánuði á seglskútu sinni frá Póllandi. Skútan Polárka eða Pólstjarnan er 44 feta löng og hefur reynst afar vel í sjó, að sögn þeirra. Það hafði verið draumur þeirra um nokkurra ára skeið að eignast seglskútu og draumurinn varð að veruleika fyrir 2 mánuðum en það tók þau fjögur ár að safna fyrir henni. Spurning hvort Íslendingar hafi almennt þann háttinn á til að eignast hlutina! MYNDATEXTI: Komið úr kvöldsiglingu með Íslendingana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar