Haukar - Magdeburg 34:37

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Haukar - Magdeburg 34:37

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka stóðu svo sannarlega uppi í hárinu á stórliði Magdeburg í síðasta heimaleik sínum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á Ásvöllum í gærkvöld. Haukar léku sinn langbesta leik í keppninni til þessa og líklega einn sinn besta á leiktíðinni en máttu engu að síður sætta sig við þriggja marka tap, 37:34. Frammistaða Haukanna var til sóma og var góð auglýsing fyrir íslenskan handknattleik, að minnsta kosti hvað sóknarleikinn varðar. MYNDATEXTI: Þrátt fyrir harða báráttu inni á leikvellinum voru þjálfarar liðanna, Alfreð Gíslason og Viggó Sigurðsson, léttir á brún þegar þeir óskuðu hvor öðrum góðs gengis í upphafi leiks.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar