Útskrift fjarnema í náms- og starfsráðgjöf

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Útskrift fjarnema í náms- og starfsráðgjöf

Kaupa Í körfu

FYRSTU starfsráðgjafarnir útskrifuðust frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands 28. febrúar sl. Námið var skipulagt sem fjarnám, ætlað bæði námsráðgjöfum í skólum og starfsráðgjöfum á vinnumiðlunum. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fag er kennt í fjarnámi hér á landi. Þá var það einnig nýjung að kenna námsráðgjöfum og starfsráðgjöfum í einu og sama náminu. Margir sóttu um námið er það hófst haustið 2001 og hópurinn er nær allur nú þegar við störf ýmist sem starfsráðgjafar á vinnumiðlunum eða í grunn- eða framhaldsskólum. Nemendur búa á Akranesi, Bolungarvík, Ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki, Hörgárdal, Akureyri, Þingeyjarsveit, Egilstöðum, Neskaupstað, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Fjarnámið var fjármagnað af menntamálaráðuneytinu og Vinnumálastofnum. Þó að mikil eftirspurn sé eftir þessu námi fékkst ekki fjárveiting til að hefja aftur fjarnám í náms- og starfsráðgjöf næsta haust. Frá vinstri Jónína Kárdal verkefnisstjóri, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir lektor í náms- og starfsráðgjöf, Ásdís Birgisdóttir, Anna Harðardóttir, Eiríka Ásgeirsdóttir, Líney Árnadóttir, Margo Renner, Ólafur Þ. Harðarson forseti félagsvísindadeildar, Þorkell V. Þorsteinsson, Þorbjörg Ó. Jónsdóttir, Þór Hreinsson, Anna María Arnfinnsdóttir, Kristín Ó. Jónasdóttir, Emil Björnsson, Guðrún Stella Gissuradóttir, Ólöf M.Guðmundsdóttir og Valgeir Bl. Magnússon.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar