Málþing Tannlæknafélags Íslands

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Málþing Tannlæknafélags Íslands

Kaupa Í körfu

Opinber stuðningur á hvert barn 16.438 kr. í Danmörku en 10.612 kr. hér TANNHEILSA unglinga fer versnandi en dreifingin er þó mjög mismunandi milli hópa. Þannig sýna rannsóknir að hluti unglinga, eða um 30%, eru með miklar tannskemmdir en annar stór hópur er laus við skemmdir. Fjöldi tanna með byrjandi tannátu sem hægt er að stöðva með forvörnum eins og góðri tannhirðu og flúor, hefur ekki breyst síðustu 10 árin. Eru drengir í meiri áhættu en stúlkur. Þetta kom fram í erindi Ingu B. Árnadóttur, dósents við Háskóla Íslands og sérfræðings í samfélagstannlækningum, á málþingi Tannlæknafélags Íslands nýverið. MYNDATEXTI: Í lok málþingsins fóru fram pallborðsumræður. F.v. Sigurður Rúnar Sæmundsson, sérfræðingur í samfélagstannlækningum, Reynir Jónsson, yfirtannlæknir Tryggingastofnunar ríkisins, Heimir Sindrason, formaður tannlæknafélags Íslands, og Sigmundur Ernir Rúnarsson fundarstjóri. Um 20% með glerungseyðingu Frá pallborðinu á málþingi TFÍ. F.v. Sigurður Rúnar Sæmundsson, Reynir Jónsson, Heimir Sindrason og Sigmundur Ernir Rúnarsson fundarstjóri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar