Alþingi 2004 fjölmiðlafrumvarpið

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Alþingi 2004 fjölmiðlafrumvarpið

Kaupa Í körfu

Davíð Oddsson mælir fyrir frumvarpi um eignarhald á fjölmiðlum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í framsöguræðu sinni fyrir fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær að því færi fjarri að tilraunir til að stemma stigu við samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlum væru séríslenskt fyrirbæri; jafnvel þótt aðstæður í öðrum löndum ættu sér enga hliðstæðu við það sem hér á landi væri raunin. Leita þurfti afbrigða fyrir því að fá frumvarpið tekið á dagskrá, því það var lagt of seint fram. Var það samþykkt með 32 atkvæðum gegn 27. Umræðurnar hófust á fjórða tímanum í gær og um miðnætti voru átta þingmenn enn á mælendaskrá og stefnt að því að klára umræðurnar í nótt. Gert er ráð fyrir því að frumvarpinu verði vísað til allsherjarnefndar Alþingis í atkvæðagreiðslu fyrir hádegi í dag. MYNDATEXTI: Davíð Oddsson forsætisráðherra mælir fyrir frumvarpi sínu um eignarhald fjölmiðla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar